Túnþökusala Oddsteins

Túnþökusala Oddsteins var stofnuð snemma árs 2005 af Oddsteini Magnússyni.

Allt frá fyrsta degi hefur verið nóg að gera og viðskiptahópur okkar hefur stækkað ört með hverju ári, í þessum hópi eru einstaklingar, húsfélög, verktakar, íþróttafélög og sveitarfélög.

Fyrirtækið hefur alltaf leitast við að veita framúrskarandi þjónustu og halda gæðum vörunnar í hámarki en á sama tíma vera vel samkeppnishæft í verði.
Við þjóðum upp á Golfvallagras, fótboltagras, lóðaþökur, holtagróður, lyngþökur, gras á opin svæði, einnig tökum við að okkur lagningu og aðra vinnu sem tengist lóðinni þinni.

Við hvetjum ykkur til að nýta okkar faglegu og persónulegu þjónustu og við munum með ánægju leitast við að svara öllum ykkar spurningum.

Oddteinn er með margra ára reynslu eða frá því 1995, af skurði og allt sem tengist því þar sem hann starfaði áður en hann stofnaði Túnþökusölu Oddsteins.

 

 

.